Nýr laktósalaus G-rjómi sem geymist utan kælis

Ljósmynd/Aðsend

Rjómi er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum og kemur það engum á óvart, enda gerir rjómi gott betra – bæði þeyttur og óþeyttur. Nýr laktósalaus G-rjómi er væntanlegur í verslanir á næstu dögum sem er 36% feitur líkt og sá hefðbundni og hefur alla sömu eiginleika.

Nýja rjómann er tilvalið að eiga inni í skáp þar sem hann geymist í allt að 6 mánuði utan kælis og er tilbúinn til notkunar þegar þú ert það. Best er þó að þeyta rjómann þegar hann er kaldur og tekur þeytingin örlítið lengri tíma en á þeim hefðbundna en hann heldur sér vel og stendur lengur en maður á að venjast. Rjóminn ereins og nafnið gefur til kynna laktósalaus sem þýðir að fólk með mjólkur- eða laktósaóþol ætti að geta notið hans án þess að finna til óþæginda í maga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert