Hlutir sem hægt er að þvo í uppþvottavél

Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél?
Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél? mbl.is/Colourbox

Þú vissir kannski að uppþvottavélin þín væri snilldargræja en ekki gat þig grunað að hún gæti allt þetta að auki. 

Hér er listi yfir allt það sem hægt er að þvo í uppþvottavél og tilheyrir ekki eldhúsinu:

 • Hárburstar og greiður (fjarlægið auka-hár fyrst)
 • Inniskór
 • Derhúfur
 • Svampar
 • Hreinsiburstar
 • Flöskuburstar
 • Plastleikföng og legókubbar (settu þá bara í netapoka eða nælonsokkabuxur fyrst)
 • Eldhúsáhöld úr sílikoni.
 • Ísskápahillurnar.
 • Skápahöldur
 • Gæludýraskálar
 • Ljósakúplar
 • Íþróttadót úr plasti
 • Dótið innan úr ryksugunni
 • Plastblóm.
 • Hreinlætisgræjur eins og naglaklippur og skæri. 
mbl.is