Lenny Kravitz hannar flöskur fyrir Dom Pérignon

Hversu svalur er maðurinn - hannar nú sínar eigin Dom …
Hversu svalur er maðurinn - hannar nú sínar eigin Dom Pérignon-flöskur. mbl.is/Dom Pérignon

Við þekkjum Lenny Kravitz sem heimsfrægan tónlistarmann, en hann hefur verið listrænn stjórnandi hjá Dom Pérignon síðan 2018.

Lenny Kravitz segir að honum finnist hann vera hluti af Dom-Pérignon fjölskyldunni og að hann sé heppinn að starfa fyrir heimsþekkt vörumerki sem á sér mikla sögu. Það hafi í raun veitt honum mikinn innblástur í að hanna eitthvað sem gæti orðið hluti af þessari sögu. 

Flöskurnar tvær sem söngstjarnan hannaði sækja innblástur sinn beint inn í handverk gullsmiða. Hann notar hamraða metalplötu á flöskurnar sem lýsa því handverki sem notast er við er vínflaska er búin til. 

Dom Pérignon Vintage 2008 Blanc og Dom Pérignon Vintage 2006 Rosé munu vera fáanlegar í takmarkaðan tíma, frá og með 1. desember, – þó er ekki vitað hvort vínið rati í verslanir hér heima.

Alveg dásamlega falleg flaska.
Alveg dásamlega falleg flaska. mbl.is/Dom Pérignon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert