Skemmtilegasta baksturskeppni landsins: Jólakakan 2019

Það er ekkert launungamál að Matarvefur mbl.is er einstaklega metnaðarfullur þegar kemur að bakstri og af því tilefni ætlum við að efna til baksturskeppninnar Jólakakan 2019. Reglurnar eru ekki flóknar. Þú þarft að skila inn heimabakaðri köku ásamt uppskrift. Ekki má baka smáköku heldur þurfum við alvöruköku.

Vinningarnir eru ekki amalegir en í fyrstu verðlaun eru meðal annars gjafabréf frá Heimsferðum upp á 150 þúsund krónur og KitchenAid hrærivél frá Raflandi.

Keppnin er haldin í samstarfi við Hagkaup og Til hamingju.

Kök­um skal skilað inn milli kl. 13:00 og 14:00 fimmtu­dag­inn 5. des­em­ber í höfuðstöðvar Árvak­urs, Há­deg­is­mó­um 2-4. 

Nánar má lesa um keppnistilhögun hér að neðan.

- - -

Keppn­istil­hög­un:

All­ar kök­urn­ar verða að inni­halda Pills­bury-hveiti, Dansukk­er-syk­ur og vöru frá Til ham­ingju nema upp­skrift­in inni­haldi ekki þau hrá­efni. Dæmt verður eft­ir út­liti, bragði, frum­leika og feg­urð. Skila skal inn einni köku sem ekki skal vera minni en 15 sm í þver­mál. Kak­an þarf að koma á einnota pappa­diski sem er ekki mikið stætti en kak­an sjálf. Með kök­unni skal fylgja um­slag með nafni þess sem bakar, upp­skrift, lýs­ingu á kök­unni og hug­mynd­inni/​sög­unni á bak við hana.

Í mót­töku Árvak­urs verður tekið við kök­unni og hún skráð inn í keppn­ina og núm­eruð til að fyllsta hlut­leys­is sé gætt. Með kök­unni þarf að fylgja blað með út­list­un á kök­unni fyr­ir dóm­nefnd­ina. Kak­an verður síðan mynduð af ljós­mynd­ur­um Morg­un­blaðsins áður en dóm­ar­ar bragða á henni. Ekki er boðið upp á sérstakan kæli fyrir kökur nema í undantekningartilfellum en reynt verður að gæta þess að ferlið gangi hratt fyrir sig þannig að kaka sé mynduð og smökkuð fljótlega eftir komuna. 

Verið er að leita að því sem al­mennt er kallað kaka á ís­lensku. Má kak­an vera jólakaka, formkaka, terta, hnallþóra eða hvaðeina það sem ykk­ur lang­ar að baka. Ekki má senda inn smá­kök­ur.

Bestu kök­urn­ar verða birt­ar á Mat­ar­vef mbl.is.

1. verðlaun

 • 150.000 króna gjafa­bréf frá Heims­ferðum
 • KitchenAid hræri­vél frá Rafl­andi
 • Gjafa­bréf frá Hag­kaup
 • Gjafa­bréf frá veit­ingastað
 • Glæsi­leg gjafa­karfa frá Til ham­ingju
 • Pills­bury-hveiti í bakst­ur­inn
 • Veislu­bók­in eft­ir Berg­lindi Hreiðars­dótt­ur

2.-6. sæti

 • Gjafa­bréf frá Hag­kaup
 • 10 þúsund króna gjafa­bréf frá veit­ingastað
 • Glæsi­leg gjafa­karfa frá Til ham­ingju
 • Pills­bury-hveiti í bakst­ur­inn
 • Veislu­bók­in eft­ir Berg­lindi Hreiðars­dótt­ur


Dóm­ar­ar :

 • Hafliði Ragn­ars­son súkkulaðimeist­ari - formaður dóm­nefnd­ar
 • Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður á Sunnudagsmogganum
 • Völ­und­ur Snær Völ­und­ar­son mat­reiðslumaður
 • Ágúst Fann­ar Einþórs­son, bak­ari og stofn­andi Brauð & co.
mbl.is