Ofur-olían sem lengir lífið

Valhnetur og valhnetuolían er ein besta næring sem hægt er að fá fyrir frumur heilans svo og hjarta- og æðakerfi. Valhnetuolía er einnig talin góð fyrir hormónastarfsemina, bólgur og húðina en olían hefur einnig áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi. Ristaða valhentuolían frá Vigean gefur matnum einstakt bragð og áferð og er því ómissandi í uppskriftina að bestu gulrótarköku norðan Alpafjalla. Olían fæst í Hagkaupum, Melabúinni og Matarbúri Kaju á Akranesi.

Aðrir punktar sem gott er að hafa á hreinu:

  • Ógerilsneydd egg eru full af góðri næringu, þau eru góður próteingjafi auk þess sem þau innihalda Vítamín D, B-12 og B-5 sem eru okkur lífsnauðsin.
  • Gulrætur eru ríkar af Beta-caroten sem lifrin breytir í A vítamín en það er nauðsyn fyrir sjónina og svo eru gulrætur góður andoxari sem heldur okkur ungum lengur.
  • Bókhveiti er ríkt af steinefnum, má þar helst nefna magnesíum.
  • Epli eru full af pektíni sem er gott við háu kólesteróli að ógleymdu C-vítamíni.
  • Allar kryddjurtir eru þekktar sem góðar lækningajurtir, ýmist notaðar sem forvörn eða til lækninga við hinum ýmsu kvillum.
  • Smjörið er ríkt af A-vítamín og gefur okkur mikla orku.
  • Rjómaostur er orka og próteingjafi.

Óhollustan liggur í sykrinum en þegar góð næring er grunnurinn segir líkaminn fljótlega stopp, með öðrum orðum það er ekki hægt að borða mikið af þessari. En í einni sneið eru tæplega 28 til 36 grömm af viðbættum sykri en það er minna magn en í einum 100 g hlauppoka sem inniheldur enga næringu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »