Aðrir punktar sem gott er að hafa á hreinu:
-
Ógerilsneydd egg eru full af góðri næringu, þau eru góður próteingjafi auk þess sem þau innihalda Vítamín D, B-12 og B-5 sem eru okkur lífsnauðsin.
-
Gulrætur eru ríkar af Beta-caroten sem lifrin breytir í A vítamín en það er nauðsyn fyrir sjónina og svo eru gulrætur góður andoxari sem heldur okkur ungum lengur.
-
Bókhveiti er ríkt af steinefnum, má þar helst nefna magnesíum.
-
Epli eru full af pektíni sem er gott við háu kólesteróli að ógleymdu C-vítamíni.
-
Allar kryddjurtir eru þekktar sem góðar lækningajurtir, ýmist notaðar sem forvörn eða til lækninga við hinum ýmsu kvillum.
-
Smjörið er ríkt af A-vítamín og gefur okkur mikla orku.
-
Rjómaostur er orka og próteingjafi.
Óhollustan liggur í sykrinum en þegar góð næring er grunnurinn segir líkaminn fljótlega stopp, með öðrum orðum það er ekki hægt að borða mikið af þessari. En í einni sneið eru tæplega 28 til 36 grömm af viðbættum sykri en það er minna magn en í einum 100 g hlauppoka sem inniheldur enga næringu.