Svalasti veitingastaður Lundúna

Þú finnur þennan geggjaða bleika pizzastað í London.
Þú finnur þennan geggjaða bleika pizzastað í London. mbl.is/© Child Studio

Nostalgían kallar! Bleikur vegan pizzastaður var að opna í London og hann er geggjaður.

Humble Pizza heitir staðurinn og er algjört augnakonfekt. Við erum dottin inn í allt annan tíma þar sem við sjáum panel á veggjum og í lofti – allt málað í bleikum tónum frá toppi til táar sem taka mann aftur í tímann. Hér er rólegt yfirbragð og pizzurnar eru frábærar að sögn þeirra sem hafa smakkað. En hér getur þú fengið blómkálsbotna ásamt radísum og grape ávexti sem álegg. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Hönnun staðarins var í höndum Child Studios í London sem tókst heldur betur vel til. Það er hugsað út í hvert einasta smáatriði í þessu tilviki þar sem litlar mósaíkflísar skreyta gólfin og bleikt neonskilti tónar við aðrar innréttingar staðarins.

Ef þú átt leið hjá er vert að reka inn nefið og smakka á einhverri nýjung – en staðinn má finna á 342 King´s Road, Chelsea.

mbl.is/© Child Studio
mbl.is/© Child Studio
mbl.is/© Child Studio
mbl.is/© Child Studio
mbl.is