Ísmolaboxið sem breytir öllu

Þetta klakabox er aðeins of svalt!
Þetta klakabox er aðeins of svalt! mbl.is/Icebreaker

Danska fyrirtækið ICEBREAKER fókuserar aðeins á eitt – að þú getir alltaf fengið þér ísmola á sem auðveldastan og þægilegastan hátt þegar þú vilt. Þeirra meginmarkmið er að huga að umhverfinu og þeir hönnuðu því vöruna ICEBREAKER POP.

Venjulega klakapoka þekkja allir, en þeir geta líka verið til vandræða þegar við reynum að ná ísmolunum úr pokanum og þeir hoppa á undan okkur út á gólf. Og þeir sem hafa prófað að nota klakabox kannast við að vatnið hellist niður þegar við reynum eftir bestu getu að koma klakaboxinu fyrir inni í frysti og endum því með hálftómt klakabox og vatn í frystinum.

En ICEBREAKER POP sameinar það besta frá pokunum, með því að vera vatnsþéttur og einnig endurnotanlegur eins og klakabox er. Og það allra besta er að þú „poppar“ síðan ísmolunum úr boxinu og beint í glasið. Algjör snilld! 

mbl.is/Icebreaker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert