Ostakakan sem slær út tiramisu

Ostakaka sem minnir óneytanlega á tiramisu, en er betri ef …
Ostakaka sem minnir óneytanlega á tiramisu, en er betri ef eitthvað er. mbl.is/Bobedre.dk_ © Anders Schønnemann

Þessi stórkostlega ostakaka minnir á ítalska eftirréttinn tiramisu en er hreint út sagt betri en rétturinn góði. Við mönum ykkur til að prófa.

Ostakakan sem slær út tiramisu (fyrir 8)

Botn:

 • 150 g engiferkex
 • 100 g smjör

Krem:

 • korn úr 1 vanillustöng
 • 2 msk. sykur
 • 400 g mascarpone
 • 200 g rjómaostur, hreinn
 • 170 g flórsykur
 • 2 dl rjómi
 • 50 g kakó
 • 200 g ladyfingers
 • 3 dl kaffi/espresso
 • kirsuber

Aðferð:

Botn:

 1. Setjið kexið í blandara og hakkið þar til alveg fínt.
 2. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
 3. Setjið kexmassann í smurt form (ca 20 cm) og setjið í frysti í 30 mínútur.

Krem:

 1. Skrapið kornin úr vanillustönginn og setjið saman við sykurinn.
 2. Hrærið mascarpone saman við rjómaostinn þar til mjúkt.
 3. Bætið flórsykri og vanillusykri út í og hrærið saman.
 4. Þeytið rjómann og veltið varlega upp úr ostakreminu.
 5. Dreifið 1/3 af kreminu á kexbotninn.
 6. Dýfið ladyfingers í kaffi og leggið ofan á kremið.
 7. Sigtið kakó yfir og setjið aftur annað lag af kremi yfir.
 8. Endurtakið með ladyfingers í kaffi og leggið ofan á kremið.
 9. Sigtið kakó yfir og setjið restina af kreminu ofan á. Setjið kökuna í kæli yfir nótt.
 10. Sigtið kakó yfir og berið fram með amarena-kirsuberjum.
mbl.is