Emmsjé Gauti sýnir hvað hann getur

Frikki Dór og Emmsjé Gauti.
Frikki Dór og Emmsjé Gauti.

Eins og þjóðin veit gaf meistari Frikki Dór út tímamótaverk á dögunum sem kallast Léttir réttir með Frikka Dór og mun mögulega breyta því hvernig æska landsins hugsar um mat.

Mögulega. Frikki er fremur vinsæll og fær ýmsa vini sína til að elda með sér og hér erum við með uppskrift sem kemur úr smiðju Emmsé Gauta. Það áttu nú ekki margir von á því að geta slegið um sig á næsta kvenfélagsfundi með Orginal Emmsé-nachos eins og við kjósum að kalla þennan rétt.

Super nachos Emmsé Gauta
  • 300 g nautahakk
  • 1 pakki taco mix
  • ½ bolli vatn
  • 1-2 rauður chili
  • ostasósa eftir smekk
  • 1 krukka salsasósa (250 g)
  • 1 dolla sýrður rjómi (180 g)
  • 400 g saltaðar tortillasnakkflögur
  • ostur eftir smekk

Aðferð:

  1. Steiktu hakkið á pönnu á miðlungshita þar til það er ljósbrúnt í gegn.
  2. Hitaðu ofninn í 200°C og stilltu á blástur.
  3. Bættu taco mix út á pönnuna ásamt vatni og eldaðu þar til vatnið er að mestu gufað upp.
  4. Raðaðu nú snakkflögunum þétt á ofnplötu með bökunarpappír undir.
  5. Settu ost, ostasósu og chili yfir flögurnar ásamt helmingnum af hakkinu og salsasósunni.
  6. Leggðu annað lag af snakkflögum ofan á og endurtaktu skref 5.
  7. Settu inn í ofn. Rétturinn er tilbúinn þegar osturinn er bráðinn og farinn að brúnast örlítið. Sýrði rjóminn fer saman við þegar rétturinn kemur úr ofninum.

Ráð: Hægt er að elda chiliið með hakkinu í stað þess að strá því yfir snakkflögurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert