Svona eldar þú krónhjört

Hér er krónhjörturinn borinn fram með sultuðum rauðlauk frá Hagkaup.
Hér er krónhjörturinn borinn fram með sultuðum rauðlauk frá Hagkaup. Kristinn Magnússon

Krónhjörtur er vinsælt kjöt og margir hugsa sér gott til glóðarinnar. Hér gefur að líta skothelda aðferð til að elda kjötið frá matreiðslumeistara matarvefsins, Anítu Ösp Ingólfsdóttur en hún eldaði einmitt krónhjört í Hátíðamatarblaði Hagkaups og Matarvefsins sem kom út fyrir jólin og inniheldur óhemju magn girnilegra uppskrifta. Hægt er að nálgast blaðið HÉR.

Kötið er tekið út úr kæli svona 3-4 tímum fyrir eldun svo það sé ekki kalt þegar það fer á pönnuna.

Kryddað með salti og pipar. Þá er það sett á mjög heita pönnu, og steikt þar til góð húð myndast á kjötinu, snúið við og smjöri bætt á pönnuna, gott er að setja hvítlauk og timjan út í smjörið líka, en ekki nauðsynlegt. Sósan er síðan gerð á sömu pönnu svo ekki þrífa hana á milli.

mbl.is