Algeng mistök í eldhúsinu sem þú vilt forðast

Það er að mörgu að huga er við innréttum eldhúsið …
Það er að mörgu að huga er við innréttum eldhúsið - gott vinnuflæði skiptir þar miklu máli. mbl.is/Colourbox

Það eru nokkur atriði sem við verðum að hafa í huga er við innréttum eldhúsin okkar. Þegar bæði praktíska hliðin og fagurfræðin á að tala saman á einum og sama staðnum.

Of mikið af dóti í opnum hillum
Það er smart að hafa opnar hillur í eldhúsinu og leyfa fallega matarstellinu að njóta sín betur. Það getur þó auðveldlega orðið of sterilt og á sama tíma allt of troðið og „draslaralegt“ ef þú byrjar að setja allt of mikið af ólíku dóti í hillurnar. Hugsaðu út í hvort þú sért manneskjan sem getur haldið opnum hillum í jafnvægi eða hvort skápar og skúffur séu meira fyrir þig.

Þú þarft líka að huga að borðplötunni
Viðar borðplata gefur smekklegt og hlýlegt yfirbragð svo lengi sem borðplötunni er haldið við. Viðar borðplötur geta fljótt misst sjarmann þegar skurðarför og blettir eftir kaffibollann hafa sest í plötuna. Og það sama gildir um marmaraplötu sem þolir illa sítrus-ávexti. 

Uppþvottavélin of langt frá vaskinum
Stundum eru eldhúsin einfaldlega þannig að við höfum ekkert val um hvar sé best að setja uppþvottavélina. En ef þú hefur möguleikann fyrir hendi skaltu koma vélinni fyrir eins nálægt vaskinum og hægt er. Gólfið lætur fljótt á sjá ef þú ert alltaf að bera blauta diska frá vaskinum og yfir í uppþvottavélina sem stendur við hinn endann á eldhúsinu. Hugsaðu líka út í hvar þú geymir diska, glös og hnífapör svo það sé auðveldara fyrir þig þegar þú tekur úr vélinni – að þú þurfir ekki að bera þungan bunka af diskum „langa“ leið.

Ekki gleyma veggnum
Veggurinn á bak við eldavélina er einnig mikilvægur að taka inn í reikninginn, því þar safnast allar matarleifarnar fyrir þegar brasað er í pottunum. Settu flísar, stálplötu eða gler á vegginn eða málaðu vegginn með háum gljáa svo auðvelt sé að þrífa.

Handföngin
Þú opnar og lokar skápum og skúffum mörgum sinnum yfir daginn. Hugsaðu út í hvernig handföng þú vilt hafa, kannski eru þessi flottustu ekki endilega þau praktískustu.

Vinnuflæðið
Hvernig er vinnuflæðið í eldhúsinu? Reyndu að raða í skápana eins og þú notar eldhúsið. Pottar og pönnur undir eldavélinni o.s.frv.

Pláss á eldhúsbekknum
Það er geggjað að eiga flottar eldhúsgræjur, kaffivél, safapressu, hrærivél og vöfflujárn – en þarf þetta allt að standa upp á borði? Reyndu að hafa það sem þú notar daglega við höndina og komdu hinu fyrir inn í skáp. Það er nauðsynlegt að vera með að minnsta kosti 1-2 m breitt vinnupláss.

Ræður þú við opnar hillur? Eða eru skápar og skúffur …
Ræður þú við opnar hillur? Eða eru skápar og skúffur betri lausn fyrir þig? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert