Er vatnsbrúsinn þinn að mygla?

mbl.is/

Þetta er ein af þessum fréttum sem þarf að skrifa reglulega til að minna á mikilvægi þess að þrífa vatnsbrúsann reglulega  því annars myglar hann!

Hvað þá ef þið eruð að geyma eitthvað annað en bara vatn í honum.

Það er því nauðsynlegt að fara eftir þessum reglum til að allt fari ekki til fjandans:

1. Þrífðu brúsann þinn. Daglega. Ekki einu sinni í viku eða mánuði heldur skal skola hann á hverju kvöldi.

2. Skolaðu hann sem fyrst eftir að þú ert búin/n að vera með eitthvað annað en vatn í honum.

3. Ekki leyfa neinum öðrum að drekka úr honum. Almenna reglan er sú að drekka ekki úr sama glasi eða flösku og annað fólk til að forðast almenna smithættu.

Flóknara er það ekki en ef það er komin vond lykt í brúsann skaltu setja 2-3 msk. af ediki í hann og fylla svo upp með vatni og láta brúsann standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt og skola hann svo vel. Edikið vinnur vel á óhreinindum og vondri lykt. Það sama á við um munnstykkið. Ef það virkar ekki má nota matarsóda og láta stykkið liggja í matarsóda yfir nótt og skrúbba það svo með volgu vatni daginn eftir. Edik og matarsódi losa um vonda lykt og vinna vel gegn myglu og almennum viðbjóði.

Og nei, edikið mun ekki skilja eftir vont bragð sé brúsinn og munnstykkið skolað nægilega vel. Þar fyrir utan er edik hollt og vatnslosandi!

Vatn er lífsnauðsynlegt.
Vatn er lífsnauðsynlegt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert