Opna kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Auður B. Ólafsdóttir og Hlynur Hallsson.
Auður B. Ólafsdóttir og Hlynur Hallsson. Ljósmynd/Listasafn Akureyrar

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri var meðal annars nýtt kaffihús kynnt. Í lok fundarins undirrituðu Hlynur Hallsson safnstjóri og Auður B. Ólafsdóttir samning um rekstur kaffihúss í Listasafninu.

Kaffihúsið, sem mun bera heitið Kaffi og list, hefur starfsemi 1. mars næstkomandi. „Ég er mjög spennt og full tilhlökkunar yfir að hefja starfsemi í þessu glæsilega húsi og fá að taka þátt í lifandi starfsemi safnsins og Listagilsins,“ sagði Auður við undirritun. „Kaffi og list mun bjóða upp á gott úrval kaffidrykkja úr fyrsta flokks kaffibaunum frá Te og kaffi ásamt öðrum fjölbreyttum veitingum. Hér eru miklir möguleikar á líflegri starfsemi kaffihúss og ekki síst á sumrin þegar hægt verður að taka útisvæðið til notkunar og jafnvel útisvalir Listasafnsins þegar aðstæður leyfa.“

mbl.is