Seldu 8.864 lítra af jólabjor

Andrea og Jóhannes frá Keiluhöllinni ásamt Sigurpáli, Bryndísi og Garðari …
Andrea og Jóhannes frá Keiluhöllinni ásamt Sigurpáli, Bryndísi og Garðari frá Ölgerðinni. Ljósmynd/Aðsend

Ölgerðin heldur utan um skemmtilegar staðreyndir um sölu jólabjórsins ár hvert, og veitir verðlaun þeim stað sem selur mesta magnið. Þriðja árið í röð er það Keiluhöllin í Egilshöll sem hampar bikarnum en þar seldust 8.864 lítrar af jólabjór. 

Að sögn rekstraraðila kemur árangurinn í beinu framhaldi af stærsta ári í sögu Keiluhallarinnar en ríflega 180 þúsund manns léku keilu þar en Sportbarinn í Keiluhöllinni á stóran þátt í þessari miklu bjórsölu en hann er jafnframt einn vinsælasti sportbar landsins.

„Sportbarinn okkar er yfirleitt troðfullur flesta daga vikunna. Bæði er það enski boltinn sem trekkir að en einnig þeir fjölmörgu viðburðir sem fara fram í hverjum mánuði. Þar má nefna Dr. Football HjöbbQuiz, Megabingó Sveppa, Nei—hættu nú alveg með Villa Naglbít, Hæ, hæ með Helga og Hjálmari sem og fjölbreytta tónlistarviðburði. Aðventan var einstaklega viðburðarík og skemmtileg hjá okkur, og því erum við einstaklega stolt af þessum verðlaunum,” segir Andrea Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.

mbl.is