Af hverju þarf að vera stöðug suða á pastanu?

mbl.is/Colourbox

Vissir þú að þegar þú sýður pasta er æskilegt að suðan haldist á allan tímann þótt þú lækkir undir? Ástæðan er sú að þegar pastað fer í vatn losar það ansi mikið af sterkju í vatnið og verður mjög klístrað. Suðan tryggir að pastað sé á stöðugri hreyfingu þannig að það klístrist og festist ekki saman. Snjallt og dagsatt!

Annað — ef þú ert með suðuna stöðugt á en pastað klístrast samt saman þá eru allar líkur á að þú sért með of lítið af vatni í pottinum eða of mikið pasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert