Heitasta trendið í bollubakstri

mbl.is/

Eins ótrúlega og það kann að hljóma eru tískusveiflur í bollubakstri eins og vera ber enda bollur hádramatísk fæða sem tekur sífelldum breytingum. Hin hefðbundna bolla heldur að sjálfsögðu alltaf sínum vinsældum og er borin fram með alls kyns afbrigðum af fyllingum og hjúp en eitt er það trend sem búið er að sækja í sig veðrið undanfarin ár og heldur áfram að gera allt vitlaust.

Og hvert skyldi það trend vera? Jú — Royal-búðingur blandaður saman við rjómann. Við sérfræðingarnir getum staðfest að það er fáránlega gott og brýtur upp hina hefðbundnu bollusamsetningu án þess að fara yfir strikið. Ekki skemmir fyrir að nýr Royal-búðingur var að mæta á markað en áratugir eru síðan þetta gamalgróna vörumerki kom með nýja bragðtegund.

Hér að neðan eru nokkrar mismunandi bollufyllingar:

Bestu Royal-bollufyllingarnar

Saltkaramellurjómi:

  • 4 dl rjómi
  • 1 pakki Royal-saltkaramellubúðingur
  • Daim (saxað í matvinnsluvél) eða karamellukurl frá Nóa Siríus

Hellið rjómanum og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Blandið svo karamellukurlinu saman við og hrærið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

Jarðarberjarjómi:

  • 4 dl rjómi
  • 1 pakki Royal-jarðarberjabúðingur
  • Söxuð jarðarber

Hellið rjómanum og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Blandið jarðarberjunum saman við og hrærið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

Klassískur vanillurjómi, sem er tilvalinn ofan á sultu:

  • 1 pakki Royal-vanillubúðingur
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2,5 dl rjómi

Hellið rjómanum, nýmjólkinni og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

Súkkulaðiheslihnetudraumur

  • 300 ml rjómi
  • 1,5 dl nýmjólk
  • 1 Royal-súkkulaðibúðingur
  • 1 dl hakkaðar heslihnetur

Hellið rjómanum, nýmjólkinni og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Hrærið hökkuðu heslihnetunum út í. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

Baileys-fylling:

  • 4 dl rjómi
  • 1 dl Baileys
  • 1 pakki Royal-vanillubúðingur

Hellið rjómanum, Baileys og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.


Baileys-espressófylling:

  • 1 pakki Royal-karamellubúðingur
  • 0,5 dl svart kaffi
  • 0,5 dl Baileys
  • 3 dl rjómi

Hellið rjómanum, Baileys, köldu kaffi og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

Kaffibúðingsrjómi:

  • 0,5 dl sterkt kaffi
  • 4 dl rjómi
  • 1 Royal-vanillubúðingur

Hellið rjómanum, köldu kaffi og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

Swiss mocha-fylling:

  • 0,5 dl sterkt kaffi
  • 4 dl rjómi
  • 1 Royal-súkkulaðibúðingur
  • 1 dl súkkulaðispænir

Hellið rjómanum, köldu kaffi og innihaldi Royal-pakkans í skál og þeytið. Bætið svo súkkulaðispæninum út í og hrærið. Leyfið blöndunni að kólna í ísskápnum í 5 mínútur áður en hún er sett á bollurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert