Svona býrðu til Saga Class-veitingar í flugi

Ljósmynd/Icelandair

Við höfum áður fært ykkur fregnir af hinni ómótstæðilegu Marissu Mullen sem starfar sem osta-áhrifavaldur (og já — það er til)

Marissa hefur nú toppað sig með því að búa til stórbrotinn ostabakka um borð í flugvél. Ostabakkinn er eiginlega fullkominn og akkúrat það sem maður þarf í 30 þúsund feta hæð enda á húðin til að þorna í þurru loftinu og bragðlaukarnir að sofna. Ostabakki sem þessi er því hið fullkomna snakk og allir munu elska þig (ef þú býður þeim með). Mundu samt að hafa pinna eða einnota áhöld með þér því þú vilt síður skella í puttapartý í miðjum heimsfaraldri.

View this post on Instagram

How to enjoy a middle seat on an overnight 8-hour flight. #InflightCheesePlateChallenge

A post shared by That Cheese Plate (@thatcheeseplate) on Jan 25, 2020 at 12:00pm PST

mbl.is