Ætla að gefa mat þeim sem á þurfa að halda

Ljósmynd/Bryggjan Brugghús

Bryggjan Brugghús hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til þess að létta undir með þeim sem eiga hvað erfiðast á þessum tímum sem við göngum í gegnum núna. Því mun Bryggjan bjóða eldri borgurum í póstnúmerinu 101 og 107 ásamt fólki sem á ekki í nein hús að vernda að koma til sín og þiggja mat endurgjaldslaust til þess að taka með sér út úr húsi.

Matur verður afgreiddur frá kl. 11:30–14:30 og frá kl. 18:00–21

Fyrir símapantanir skal vinsamlegast hringja í 456-4040 og látið vita ef pöntun á að afhendast út í bíl.

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á takmarkaðan matseðil meðan á samkomubanni stendur.

  • Réttur dagsins 1.500 kr.
  • Bryggju borgari með frönskum 1.500 kr.
  • Veganborgari með frönskum 1.500 kr.
  • Fiskur og franskar með sítrussósu 1.500 kr.


Happy hour á barnum frá kl. 11:30–22:00 meðan á samkomubanni stendur.

Borðaskipan á Bryggjunni verður skipulagt til að fylgja nálægðartakmörkunum.
Spritt er aðgengilegt og álagssnertifletir líkt og hurðarhúnar og greiðsluposar eru sótthreinsaðir með reglubundnu millibili.
Forsvarsmenn Bryggjunnar skora jafnframt á aðra veitingastaði og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk í sínu nærumhverfi að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Ljósmynd/Bryggjan Brugghús
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert