Stórhættuleg uppskrift sem er talin ávanabindandi

Ljósmynd/María Gomez

Jæja gott fólk. Þá er þetta formlega búið. Um leið og þið skellið í þessa vitleysu munuð þið leggjast í sófann í kolvetnavímu sem ku vera svo ávanabindandi að leitun er að öðru eins. Sökudólgurinn er eldhúsdrottninginn María Gomez á Paz.is og mig grunar að hún muni annaðhvort fá hundruð aðdáendabréfa eftir þennan gjörning eða einhver muni kenna henni opinberlega um að vera komin í

„Ef þið hafið ekki hugmynd um hvað cookucci er þá er það bara ekkert skrítið því þið hafið örugglega aldrei heyrt á þetta minnst áður, enda bjó ég þetta nafn til sjálf sem og uppskriftina. Já það er akkurat það sem þessi dýrðlegheit er, blanda af cookie og cantucci og því fannst mér nafnið cookucci (lesist Kúkútsí) passa afar vel á þetta nýja barn mitt sem ég er afar stolt af. Þegar það besta frá Ítalíu og Ameríku mætist verða töfrar, og það er það sem gerðist hér. Sölt klístruð karamellan, dísætt rjómasúkkulaði, hvítt súkkulaði og rjómakenndar möndlur sem gefa bit undir tönn," segir María um uppskriftina sem þið hreinlega verðið að prófa - ef þið þorið.

Cookucci með saltri karamellu, súkkulaði og möndlum

 • 250 gr smjör mjúkt (búið að leiðrétta — var 50 g en á að vera 250 g)
 • 1/2 dl bökunarsíróp
 • 200 gr sykur
 • 1/2 tsk. matarsódi
 • 300 gr hveiti
 • 1 poki Walkers saltkaramellur
 • 35 gr rjómasúkkulaði dropar
 • 35 gr hvítir súkkulaðidropar
 • 40 gr möndlur heilar án hýðis (hægt að kaupa þær þannig, ef þær finnast ekki þá nota með hýði)

Aðferð

 1. Hitið ofn á 200°C blástur
 2. Hafið smjörið mjög mjúkt, ef þið hafið gleymt að mýkja má mýkja það í örbylgju þó án þess að það bráðni
 3. Þeytið nú saman smjöri, sírópi og sykri þar til það er létt og ljóst
 4. Bætið þá saman við hveitinu og matarsódanum og þeytið aftur saman þar til vel blandað
 5. Skerið karamellur niður í 4 bita hverja karamellu og bætið út í deigið ásamt súkkulaðidropum og heilum möndlunum
 6. Skiptið nú deiginu í tvennt (c.a 500 gr hver helmingur ef þið viljið vigta) og rúllið hverjum helming upp í rúllu eða eins og þykka bjúgu og látið það þannig á bökunaplötu með smjörpappa
 7. Það mun leka út og verða svona flatt og þannig á það að verða
 8. Bakið í 18 mínútur eða þar til gyllinbrúnt og fallegt
 9. Athugið að fyrst meðan það er heitt er þetta lint eins og það sé hrátt en við kólnun stífnar það og verður stökkt að utan og mjúkt að innan Þegar það hefur kólnað skerið þá í fingurmjóar sneiðar og berið fram með ískaldri mjólk eða góðu kaffi

Punktar

Þetta er mjög einfalt að gera en passið að rúlla deiginu upp í eins og þykka rúllu/bjúgu áður en það fer í ofninn og setja það þannig inn. Það á alls ekki að fara flatt eins og það lítur út inn í ofninn því það lekur út og verður flatt við bakstur. Það má frysta afgang og eiga til í frysti þegar gesti ber að garði en gott er að taka þá út eins og 10 mín áður.

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is