Matvörurnar sem mega fara í frysti

Það er mun meira en við höldum af matvörum sem …
Það er mun meira en við höldum af matvörum sem mega fara inn í frysti. Ljósmynd/Colourbox

Hvað ætli við hendum miklu af mat því við höldum að hann sé útrunninn, eða við eigum til afganga sem enda í ruslinu þegar við gætum einfaldlega smellt þessu í frystinn? Það er mun meira en við höldum sem frystirinn tekur á móti – en pestó, hummus og avókadó mega fara í frysti, ásamt hnetum, smjöri, spínati og söxuðum kryddjurtum svo eitthvað sé nefnt.

  • Kartöfluflögur þola að fara í frysti og í raun getur þú borðað þær beint úr frystinum. Það er áhugavert að prófa.
  • Egg mega fara í frystinn! Eina sem þú þarft að gera er að taka þau úr skurninni, þá annaðhvort aðskilja hvítuna og rauðuna eða frysta í heilu lagi (fyrir utan skurnina).
  • Þú lengir líftímann hveitis með því að setja það í frysti. Hveitið þarf þó að vera í lofttæmdu boxi inni í frysti.
  • Harðir ostar þola frostið, en mjúkir ostar eins og Brie eða rjómaostar ættu ekki að rata þar inn.
  • Hversu oft notum við hálfa dós af tómatpaste eða purée og hendum restinni? Ekki henda, því þetta má fara í frysti.
  • Saxaður laukur og hvítlaukur er frostvænn og því upplagt að skera mikið af honum og geyma afganginn í frysti.
  • Þú getur sett sýrðan rjóma í frysti. Hann er ekki sá besti til að bera fram þegar þú tekur hann út en hann er fullkominn til að nota í rétti.
  • Nú er óþarfi að rífa sig upp eldsnemma um helgar til að baka vöfflur og pönnukökur því þú getur átt þetta til í frysti og tekið út þegar löngunin hellist yfir þig.

Listinn er mögulega umtalsvert lengri en meðal þess sem ritstjórn Matarvefjarins hefur verið að frysta undanfarið er mjólk, rjómi, smjör og brauðostur með afbragðsárangri.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Pönnukökur og vöfflur geymast vel í frysti.
Pönnukökur og vöfflur geymast vel í frysti. mbl.is/Colourbox
mbl.is