Karl Bretaprins sleppir hádegismatnum

Karl Bretaprins þykir mikill sælkeri á mat.
Karl Bretaprins þykir mikill sælkeri á mat. mbl.is/Getty Images

Fyrrverandi kokkur bresku konungsfjölskyldunnar sagði frá matarvenjum Karls Bretaprins í viðtali nú á dögunum, en Karl þykir sælkeri.

Darren McGrady stóð lengi vaktina í eldhúsinu fyrir breska aðalinn, og fór út í smáatriðin þegar hann var spurður út í matarvenjur Karls. Hann segir að Karl hafi iðulega borðað mjög hollt á morgnana, oftast nær sleppt hádegismatnum og notið þess að borða góðan kvöldverð. Karl er mikið fyrir lífrænt ræktaðan mat og var það löngu áður en slíkt varð vinsælt.

Karl byrjar daginn á ávöxtum, hann sleppir iðulega hádegismat en fær sér te og harðsoðin egg seinnipartinn. Kvöldmaturinn er oftast nær góð steik og er þá lambakjöt með svepparísottó í miklu uppáhaldi hjá prinsinum. Lambakjötið er hægsoðið og rísottóið eldað með sólþurrkuðum tómötum og kóngasveppum ásamt basilíku og truffluolíu. Hljómar bara alls ekki illa ef þið spyrjið okkur!

Karl elskar góða villisveppi og fór reglulega með kokkana sína til Balmoral til að sýna þeim hvar bestu sveppina væri að finna sem síðan voru notaðir í alls kyns rétti.

Darren McGrady starfaði sem kokkur fyrir bresku konungsfjölskylduna um árabil.
Darren McGrady starfaði sem kokkur fyrir bresku konungsfjölskylduna um árabil. mbl.is/dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert