Splunkunýtt og betrumbætt skyr frá Örnu

Mjólkurvinnslan Arna er að koma á markað með nýja og betrumbætta skyrlínu sem hlotið hefur nafnið Örnu Skyr. Er það í senn silkimjúkt og próteinríkt og fáanlegt bæði hreint og í tveimur bragðtegundum, með vanillubragði og með súkkulaði og lakkrísbragði.

„Við munum svo bæta við fleiri bragðtegundum á næstu vikum. Örnu Skyr er eins og aðrar allar vörur sem við framleiðum laktósafrítt að sjálfsögðu! Við munum svo bæta við fleiri bragðtegundum á næstu vikum," segir Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu um nýja skyrið sem mun væntanlega vekja mikla lukku meðal neytenda.

Örnu-skyr verður fáanlegt í 200g umhverfisvænni málum sem innihalda 85% minna plast og verður engin plastskeið eða auka plastlok. Á sama tíma munu eldri skyrtegundirnar Örnu hætta í sölu.

Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu.
Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert