Ljósmæður gáfu konum bjór í fæðingu

Hér áður fyrr var konum gefinn bjór í fæðingum, til …
Hér áður fyrr var konum gefinn bjór í fæðingum, til að lina þjáningarnar. mbl.is/Colourbox

Bjór hefur á svo marga vegu, breytt sögu heimsins og í raun væri skrýtið að hugsa til þess ef hann væri ekki til. Bjór hefur til að mynda komið nálægt fæðingum fjölda barna sem þykir kannski óvanalegt í nútímasamfélagi.

Evrópa á miðöldum þótti ekki neitt sérlega skemmtilegur staður né tími. Flest allt var óhreint, illa lyktandi og mikið um sjúkdóma. Þvi miður voru fæðingarsögur kvenna ekki öfundsverðar, því þeir verkir sem konur glímdu við voru ekki á bætandi á þessum ömurlegu tímum – í  þeirri fáfræði sem þá ríkti og menn og konur bjuggu við.

Á þessum árum voru ljósmæður því útsjónarsamar og gáfu konum bjór í stað vatns að drekka, því mikið af vatnsbólum þessa tíma voru menguð. Og ekki voru mænudeifingar eða verkjalyf á boðstólnum. Ljósmæður brugguðu til að mynda sinn eigin öl og gáfu konum þegar þær byrjuðu að fá samdrætti, til að lina þjáningarnar. Og stundum voru börn þvegin upp úr sjö til átta mánaða gömlu bruggi strax eftir fæðingu sem þótti gott fyrir húðina.

Hvað sem hver segir, þá bjargaði bjórinn mörgum konum andlega og líkamlega í fæðingum.

mbl.is/Colourbo
mbl.is