Þetta er það heitasta í þrifum í dag

Lime er hin mesta snilld sem þú getur notað við …
Lime er hin mesta snilld sem þú getur notað við heimilisþrifin. mbl.is/Colourbox

Við sýnum ykkur staðina þar sem þú getur leikið lausum hala með lime við hönd og haldið heimilinu hreinu – og vel ilmandi.

Blómin verða ferskari
Tvær teskeiðar af limesafa, ein teskeið af klór og ein teskeið af sykri er ekki uppskrift að næsta kokteil! Þetta er blanda sem þú setur í blómavasann, því þannig haldast blómin lengur.

Fiskifýla
Þú kannast við að henda afgangsfiski, roði og beinum í tunnuna og áður en langt um líður lyktar ruslaskápurinn og húsið af fiskifýlu. Kreistu smá lime yfir og lyktin er á bak og burt.

Hendurnar
Það er ekki bara lyktin úr ruslatunnunni sem þarf að hugsa um, því hendurnar geta lyktað af því að meðhöndla hvítlauk, lauk eða aðrar sterklyktandi matvörur. Þá er gott að skrúbba hendurnar upp úr limesafa.

4 mínútur
Það tekur nákvæmlega fjórar mínútur að þrífa örbylgjuofninn með lime. Settu hálft lime í skál með vatni ásamt 2 msk. af lyftidufti og stilltu á fullan kraft í fjórar mínútur. Þurrkaðu á eftir með rökum klút.

Heimilisilmur
Vatn, lyftiduft og limesafi er allt sem til þarf í góðan heimilisilm. Settu blönduna í úðabrúsa og notaðu sem heimilisilm – því blandan eyðir vondri lykt og dreifir góðum ilmi. Auðvelt, ódýrt og einfalt!

Notaðu lime á sjálfan þig
Þegar heimilið er orðið hreint og fínt, skaltu nota lime-rútínuna á sjálfan þig. Því það jafnast ekkert á við heitt vatnsglas með limesafa út í. En sú uppskrift kemur frá ayurveda-hefðinni, er sögð vinna á flensu og hita – og þar fyrir utan, hjálpar blandan þér við vigtina.
Og með hreinan kropp, þarftu að hafa hreint hár! Limesafi blandað saman við kókosolíu getur gert kraftaverk fyrir þurrkt og slitið hár. Blandaðu hráefnunum saman og nuddaðu vel inn í hárið. Láttu sitja í 20-30 mínútur þar til þú skolar hárið og þværð það svo á eftir eins og venja er.

Og eftir öll þessi þrif á heimili, líkama og sál – þá er ekkert að fara stoppa þig í að blanda þér einn mojito með nóg af lime.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert