Sex fæðuteg­und­ir sem húðlækn­ar mæla með fyr­ir fal­lega húð

mbl.is/

Þú getur smurt á þig öllum kremum heimsins en það breytir ekki því að það sem þú borðar hefur stórkostleg áhrif á húðina þína.

Tímaritið Women´s Health hafði samband við sex húðlækna og spurði þá hvaða fæðutegundir þeir teldu bestar fyrir húðina og svörin létu ekki á sér standa.

Avókadó

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að avókadó tróni á toppnum. Eins og flestir vita er græna sprengjan eins og hún er gjarnan kölluð uppfull af „góðum” fitum og einstaklega auðug af vítamíni og andoxunarefnum sem séu sérlega gagnleg til að halda húðinni í standi.

Hörfræ

Hörfræin innihalda mikið af lignans sem er efni sem hugsanlega hefur veika estrógenvirkni og talið er að geti unnið gegn þeirri tegund brjóstakrabbameins sem til viðgangs er háð estrógeni. Hörfræ eru líka talin góð gegn psóriasis og exemi. Þau hjálpa líka meltingunni og koma í veg fyrir hægðatregðu.

Tofu

Tófu inniheldur mikið af svokölluðum isoflavones sem örva efnaskipti í frumum og stuðla að endurnýjun húðarinnar.

Súkkulaði

Brúna gleðibomban inniheldur flavanols sem rannsóknir hafa sýnt fram á að bæti áferð húðarinnar og þykkt, auk þess sem það viðhaldi raka húðarinnar. Eins eiga flavanols að bæta blóðrásina sem er virkilega gott fyrir húðina en þó er ráðlagt að hafa súkkulaðið 70% eða meira.

Greipávöxtur

Rauða glóaldinið er sérlega ríkt af C-vítamíni sem er nauðynlegt til að húðin geti framleitt sitt náttúrulega kollagen. Það er líka minni ávaxtasykur í greip en mörgum örðum sítrusávöxtum sem er gott.

Möndlur

Möndlurnar hafa bólgueyðandi áhrif sem segir sig sjálft að er afskaplega gott og gagnlegt fyrir húðina.

mbl.is