Flottustu eldhúsin í Hollywood

NBA stjarnan Dwayne Wade hefur sett stórglæsilega húsið sitt á …
NBA stjarnan Dwayne Wade hefur sett stórglæsilega húsið sitt á sölu, sem hann keypti fyrir rétt um tveimur árum á 6,2 milljónir dollara. Eignin er efst í klettum Sherman Oaks í Kaliforníu og er um 790 fermetrar að stærð. Borðstofan er nútímaleg í ljósum litum, en það er klárlega hringlaga stiginn sem stelur allri athyglinni í rýminu. mbl.is/Hilton & Hyland

Leikarar og aðrar stórstjörnur í Hollywood eru ekkert að spara þegar kemur að því að kaupa híbýli fyrir sig og sína. Húsin eru hvert öðru glæsilegra og geyma allt sem þig dreymir um og meira til.

David Beckham þarf vart að kynna, en hann keypti glæsilega …
David Beckham þarf vart að kynna, en hann keypti glæsilega penthouse-íbúð í Miami á 20 milljónir dollara. Íbúðin er 975 fermetrar, með 360° útsýni yfir borgina og sjóinn – með gólfsíðum gluggum. Hér eru fimm svefnherbergi, sex baðherbergi og smart eldhús. En fyrir utan fallegt eldhús hefur Beckham-fjölskyldan aðgang að lounge-svæði í byggingunni, íþróttasal, sundlaug, heilsulind og þyrlupalli til einkanota. mbl.is/One Thousand Museum
Söngvarinn Pharrell Williams keypti nýverið eign við Coral Gables-vatnið í …
Söngvarinn Pharrell Williams keypti nýverið eign við Coral Gables-vatnið í Flórída á 30 milljónir dollara. Þar er íburður í öllum rýmum. Og í bakgarðinum er staðurinn til að slaka á – með borðkrókum sem ná út alla breidd hússins þar sem kóralbergs-verönd tekur við ásamt sundlaug. Þar má einnig finna útieldhús, grasblett og 33 fermetra bátastæði á vatninu sem er staðalbúnaður í húsum sem þessum. mbl.is/Sothebys International Realty
Leikkonan Jennifer Love Hewitt býr í 297 fermetra húsi á …
Leikkonan Jennifer Love Hewitt býr í 297 fermetra húsi á tveimur hæðum – metið á einar 4,2 milljónir dollara. Eldhúsið er byggt í kringum eyjuna sem stendur í miðju rýminu með viðarskápum og svartri borðplötu. mbl.is/Realtor
Chrissy Teigen og John Legends keyptu sér glæsilega 319 fermetra …
Chrissy Teigen og John Legends keyptu sér glæsilega 319 fermetra eign í Hollywodd á 5,1 milljón dollara, en þau eiga aðra eign fyrir. Eldhúsið er ótrúlega lekkert með langri einingu og græjum frá Miele. Hér má telja sex barstóla við eyjuna. mbl.is/Illulian Realty
Kylie Jenner á eign á Holmby Hills svæðinu í Los …
Kylie Jenner á eign á Holmby Hills svæðinu í Los Angeles sem er metin á litlar 36,5 milljónir dollara. Eignin sjálf er 1.765 fermetrar, en með útisvæðinu erum við að tala um heila 4.000 fermetra sem drottningin getur spókað sig á. Eldhúsið skartar stórri marmaraeyju, glæstri borðstofu, sjö svefnherbergjum og 14 baðherbergjum. mbl.is/Compass
Gamanleikarinn Seth Rogers á krúttlega eign frá árinu 1920 og …
Gamanleikarinn Seth Rogers á krúttlega eign frá árinu 1920 og í spænskum stíl, keypta á 1,9 milljónir dollara. Garðurinn lætur ekki mikið yfir sér eins og við sjáum oft og tíðum hjá stórstjörnum, en hér má finna útieldhús sem eflaust er vel nýtt í góðviðrinu þar ytra. mbl.is/Compass
mbl.is