Uppáhaldspítsa Þórunnar Ívars

Uppáhalds sumarpítsa Þórunnar.
Uppáhalds sumarpítsa Þórunnar. Ljósmynd/Þórunn Ívars

Fagurkerinn Þórunn Ívars deildi á dögunum uppskrift sem við fengum að deila með lesendum enda lítur hún einstaklega vel út og er einföld og fljótleg. Þórunn notar þunnt flatbrauð í uppskriftinni sem hún segir að sé sniðugt hráefni sem hún noti jafnt í vefjur og pítsur — eða sem meðlæti með öðrum réttum. Hún hafi meira að segja prófað að gera bláberjaböku úr því. Um sé að ræða sniðuga lausn enda mun léttara í maga en hefðbundið brauð.

Þórunn segist alla jafna geyma brauðið í frysti og taka út rétt fyrir notkun. „Við fjölskyldan höfum mikið búið til klassískar pítsur og okkur finnst það jafnvel betra en hefðbundnir pítsabotnar og miklu léttara í magann. Flatbrauðið er bakað eftir sýrlenskum hefðum, er vegan, án aukaefna og án laktósa og hentar því ansi mörgum. Uppáhaldið mitt er þessi sumarpítsa sem ég prófaði mig áfram í með mínum uppáhaldshráefnum: tómötum, mozzarella osti og basilikku. Mér finnst fátt betra en að setja síðan vel af balsamik-ediki yfir og bera fram á sólríkum degi,“ segir Þórunn um uppskriftina sem við erum spennt að prófa.

Þórunn Ívars.
Þórunn Ívars. Ljósmynd/Instagram
Uppáhaldspítsa Þórunnar Ívars
  • 2 liba orginal flatbauð
  • 1 krukka grænt pesto
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 1 krukka mozzarella-kúlur
  • basilika eftir smekk


Stillið ofninn á 230°C og grill.
Smyrjið grænu pestói á flatbrauðið. Skerið tómata og mozzarella-klúlur í litlar sneiðar og skreytið með saxaðri basiliku eftir smekk.
Setjið í ofninn í 5-6 mínútur.
Berið fram með balsamik ediki og hágæðaólífuolíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert