Svona er best að loka morgunkorninu

Svona á þá að brjóta morgunkornspakkana saman.
Svona á þá að brjóta morgunkornspakkana saman. mbl.is/Facebook_Facebook_McGhee

Við erum greinilega að loka morgunkornspökkunum kolvitlaust! Því þessi aðferð er mun þægilegri og  snyrtilegri fyrir vikið.

Við könnumst flestöll við þann vanda að morgunkornspakkinn detti á aðra hliðina í skúffum og skápum í eldhúsinu og það veltur allt út um allt – fyrir utan að pakkinn sjálfur á það til að beyglast því hann passar ekki almennilega inn í skápana.

Becky Holden McGhee hefur fundið stórsnjalla lausn á þessum vanda og deildi því á Facebook – og það ætlaði allt um koll að keyra. Í innslagi sínu segir hún að það hafi ekki tekið hana nema um 40 ár að læra hvernig ætti í raun og veru að loka morgunkornspakka. En beyglaðir og illa farnir kassar og þurrt morgunkorn heyrir nú sögunni til.

Færslan sem Becky deildi á Facebook fékk það mikið lof að hún var beðin um að gera myndband af aðferðinni sem sjá má hér fyrir neðan. Glöggur Facebook notandi benti einnig á að þessi aðferð hafi verið sýnd aftan á morgunkornspökkum fyrir mörgum áratugum.

Lokið á morgunkorninu á það oft og tíðum til að …
Lokið á morgunkorninu á það oft og tíðum til að beyglast og rifna. mbl.is/Facebook_Facebook_McGhee
mbl.is/Facebook_Facebook_McGhee
mbl.is