Svona þrífur þú sturtuhengið

Ljósmynd/Colourbox
Margur hefði haldið að það væri stórkostlega flókið að þrífa sturtuhengið en svo er alls ekki. Það eina sem þú þarft að gera er að henda það inn í þvottavél og þvo með smá þvottaefni. Gott er að stinga tveimur handklæðum með í þvottavélina til að verja hengið mesta núningnum og þegar það er búið er mikilvægt að gera hengja það upp þannig að það sléttist úr því vel. 

Sum sturtuhengi eru úr efni og þola að fara í þurrkarann á lágan hita. Þá skaltu samt taka það út þegar 20-30 mínútur eru eftir og hengja upp til að það verði ekki krumpað. 

Flóknara er það ekki en gleymist sjálfsagt víða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert