Grillað lambaprime með pækluðum perlulauk og sítrónu- og graslauksolíu

Grillað lambaprime með pækluðum perlulauk og sítrónu- og graslauksolíu
 • 1 lampaprime
 • 1 paprika
 • 1 kúrbítur
 • 1 gulur kúrbítur
 • Steikar- og grillkrydd frá Íslandsnauti
 • grillsósa frá Guy Fieri
 • 2 góðar lúkur af spínati

Pæklaður perlulaukur

 • 2 dl eplaedik
 • 1 dl sykur
 • stjörnuanís
 • kanilstöng
 • kardimommur
 • svartur pipar
 • 4-5 perlulaukar

Aðferð:

 1. Sjóðið upp og slökkvið þá undir. Látið kólna í rólegheitum og þá er laukurinn tilbúinn. Skerið hvern lauk í tvennt.

Sítrónu- og vorlauksolía

 • 3 vorlaukar
 • 2 radísur
 • 1 sítróna
 • ólífuolía
 • salt

Aðferð:

 1. Skerið vorlaukinn og radísurnar niður í þunnar sneiðar. Rífið sítrónubörkinn yfir. Saltið og hellið vel af ólífuolíu yfir. Blandið saman með gaffli.
 2. Skerið prime-ið eftir endilöngu og svo hvorn helming aftur eftir endilöngu. Skerið svo í sirka 2-3 cm bita.
 3. Leggið prjónana í bleyti nokkru áður þannig að það kvikni síður í þeim. Skerið niður papriku, kúrbít og gulan kúrbít og þræðið upp á prjón. Áætlað er að 2-3 bitar fari á hvern prjón.
 4. Leggið pinnana á disk og kryddið með grill- og steikarkryddinu. Penslið því næst vel af grillsósunni yfir. Að síðustu skal skvetta ólífuolíu yfir.
 5. Grillið á vel heitu grilli. Snúið reglulega og hafið í huga að prime þarf fremur mikla eldun.
 6. Þegar pinnarnir eru tilbúnir skal setja spínatið á steikarfat. Raða pinnunum ofan á og hella síðan sítrónu- og vorlauksolíunni yfir. Að síðustu skal setja pæklaða perlulaukinn yfir.
mbl.is