Ný aðferð sem þykir betri en hjá Marie Kondo

Ný þrifaðferð er að gera allt vitlaust! Og kallast Fly-Lady …
Ný þrifaðferð er að gera allt vitlaust! Og kallast Fly-Lady aðferðin. mbl.is/Colourbox

Samkvæmt einum vinsælasta vefmiðli heims, Pintrest, þá er þetta tiltektaraðferðin sem er að slá kenningar Marie Kondo út af borðinu.

Flestir kannast við aðferðir Marie Kondo – japanska skipulagsgúrúinum sem eflaust hefur fengið marga til að endurskoða fataskápana og skúffurnar í eldhúsinu. En það er komin ný „aðferð“ sem hefur rutt sér hratt fram úr öllu öðru og kallast FlyLady-aðerðin.

FlyLady-aðferðin
Með þessari aðferð þá snýst allt um að þrif eigi alls ekki að vera stressandi, frekar létt og eitthvað sem allir ættu að komast í gegnum. Þetta byggist allt á því að nota 15 mínútur daglega í ákveðin verkefni.

Skiptu heimilinu upp í ákveðin svæði
Skipulagsnillingurinn Marla Cilley sem stendur á bak við FlyLady-aðferðinni, leggur til að skipta heimilinu upp í fimm mismunandi svæði til að hafa meiri yfirsýn á það sem þarf að gera. Til að dreifa þrifunum yfir heilan mánuð, þá þarftu að nota sirka 15 mínútur á dag sem kemst fljótt inn í rútínuna og hjálpar þér við að halda heimilinu alltaf hreinu og snyrtilegu.

Svæði 1
Hér fer fyrsta vikan í mánuðinum fram og þú eyðir 15 mínútum á dag til að þrífa og taka til í anddyrinu, borðstofunni og jafnvel svölunum eða pallinum.

Svæði 2
Í þessari viku fer allur tíminn í eldhúsið. Notaðu 15 mínútur daglega til að taka til í skápum og skúffum, þrífðu líka viftuna og ísskápinn.

Svæði 3
Þessi vika snýst um að fá baðherbergið og jafnvel heimaskrifstofuna eða vaskahúsið í samt horf. Þitt er valið!

Svæði 4
Við færum okkur inn í svefnherbergið og fataskápana sem eru fljótir að missa taktinn þegar við erum stanslaust að vesenast með fötin okkar fram og til baka alla daga.

Svæði 5
Síðasta vika mánaðarins eru í raun bara nokkrir dagar þar sem svæði 1 og 5 renna saman í viku. Taktu þá til í stofunni.

Mælst er með að aðferðin verði hluti af daglegri rútínu en alls ekki kvöð. Og alls ekki hanga fastur í hvað eigi að gerast í hvaða viku fyrir sig. Kannski hefur baðherbergið þörf á að vera tekið fyrir mun fyrr en ella. Gullna reglan er samt alltaf sú að halda sig við þessar 15 mínútur daglega – þú munt alls ekki sjá eftir því.

 

mbl.is