Domino’s styður við íþróttahreyfinguna

Nú er í gangi íþróttavika hjá Dominos þar sem viðskiptavinir geta notað afsláttarkóða og fengið 20% afslátt af sóttum pítsum af matseðli auk þess sem 20% af pöntuninni rennur beint til þess íþróttafélags sem viðskiptavinurinn velur.

Í fréttatilkynningu frá Domino’s var gengið til liðs við deildarskipt íþróttafélög á þeim svæðum þar sem Domino’s er með verslanir. Til þess að taka þátt þarf að panta í gegnum vefinn dominos.is eða Domino’s appið, panta pizzu af matseðli, velja að sækja pizzuna og slá inn kóða þíns félags áður en pöntun er staðfest

„Domino’s er stoltur styrktaraðili fjölmargra íþróttafélaga og hefur verið til margra ára. Við vitum að Covid-faraldurinn setti strik í reikninginn fyrir ýmis íþróttafélög og við vildum leggja okkar af mörkum til að styðja enn frekar við félögin á þessum tíma. Við vildum jafnframt gefa okkar viðskiptavinum færi á því að taka þátt í verkefninu með okkur og því settum við Íþróttaviku Domino’s í gang", segir meðal annars í tilkynningu frá Domino’s.

Þau félög sem taka þátt í íþróttavikunni eru:

  • Afturelding - Kóði: AFTURELDING
  • Ungmennafélag Álftaness - Kóði: ALFTANES
  • Breiðablik - Kóði: BREIDABLIK FH - Kóði: FH
  • Fjölnir - Kóði: FJOLNIR
  • Fram - Kóði: FRAM
  • Fylkir - Kóði: FYLKIR
  • Ungmennafélag Grindavíkur - Kóði: GRINDAVIK
  • Grótta - Kóði: GROTTA
  • Haukar - Kóði: HAUKAR
  • HK - Kóði: HK
  • ÍA - Kóði: IA
  • Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík - Kóði: IFR
  • ÍR - Kóði IR
  • KA - Kóði: KA
  • Keflavík - Kóði: KEFLAVIK
  • KR - Kóði: KR
  • Leiknir - Kóði: LEIKNIR
  • Ungmennafélag Njarðvíkur - Kóði: NJARDVIK
  • Umf. Selfoss - Kóði: SELFOSS
  • Stjarnan - Kóði: STJARNAN
  • Valur - Kóði: VALUR
  • Víkingur - Kóði: VIKINGUR
  • Þór Akureyri - Kóði: THOR
  • Þróttur Reykjavík - Kóði: THROTTUR
  • Öspin íþróttafélag fyrir fatlaða - Kóði: OSPIN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert