Hætta sölu á kókosmjólk

Hér má sjá apa í bandi, tína kókoshnetur.
Hér má sjá apa í bandi, tína kókoshnetur. mbl.is/Mustafa Yalcin/Anadolu Agency/Getty Images

Stórmarkaðir víðsvegar um Bretland hafa dregið fjölda af vörum úr hillum sínum eftir að herferð PETA (People for the Ethical Treatment of Animals) vakti athygli á fyrirtækjum sem nota apa til að tína ávexti.

Kókoshnetuvatn, kókosmjólk og aðrar vörur sem gerðar eru úr kókoshnetum, þykja vinsælar hjá mörgum í matargerð – eins er ávöxturinn vinsæll hjá þeim sem eru vegan. Hinsvegar heimsótti PETA í Asíu, nokkra kókoshneturæktendur víðsvegar um Taíland og í ljós kom að margir þeirra nota apa til að tína hneturnar og þá oft við skelfilegar aðstæður. PETA heimsótti einnig nokkur æfingarsvæði fyrir apa þar sem keppnir fara fram, og apar eru notaðir í að tína kókoshnetur með ofbeldisfullum aðferðum.

Með þessar fréttir fyrir höndum hafa Waitrose, Ocado, Co-op og Boots, fjarlægt vörur úr sölu vegna ástandsins. En samkvæmt rannsóknum PETA þá nær karlkyns api að tína allt að 1.000 kókoshnetur daglega á meðan venjulegur karlmaður nær að tína í kringum 80 stykki samtals. Þar fyrir utan eru aparnir geymdir á litlum og skítugum stöðum á meðan þeir eru ekki að vinna. Og margir þeirra voru teknir ólöglega frá heimkynnum sínum og fjölskyldu þegar þeir voru ennþá mjög ungir. Tennur sumra hafa verið teknar úr á meðan aðrir apar eru látnir gera allskyns kúnstnir fyrir almenning.

Elisa Allen, talsmaður PETA segir að dýrin séu mjög greind en þeim sé neitað um alla örvun, félagsskap, frelsi og allt annað sem myndi gera líf þeirra þess virði að lifa – til þess eins að týna kókoshnetur.
PETA óskar þess að fólk forðist að kaupa kókosvörur frá Taílandi þar sem dýraníð er við líði.

Stórverslanir hafa hætt sölu á kókosvörum sem koma frá Taílandi …
Stórverslanir hafa hætt sölu á kókosvörum sem koma frá Taílandi vegna dýraníðs. mbl.is/Getty images
mbl.is