Kynþokkafyllsti maður veraldar eldar fyrir eiginkonuna

John Legend var valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar árið 2019 af …
John Legend var valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar árið 2019 af tímaritinu People.

Spennið beltin dömur mínar (og herrar). Við erum að verða vitni að því þegar maðurinn sem valinn var kynþokkafyllsti karlmaður veraldar af tímaritinu People yfirtekur eldhúsið á heimilinu og eldar fyrirmyndar quesadilla með avókadó fyrir eiginkonuna.

Við erum hér að tala um goðsögnina John Legend sem er giftur hinni einu sönnu Chrissy Teigen. Saman eru þau mögulega skemmtilegustu hjón í heimi og það er aldrei lognmolla í kringum þau (og það vita þeir sem fylgja þeim á samfélagsmiðlum. Hreint bíó út í gegn.)

Á heimasíðu Chrissy, Cravings with Chrissy Teigen, eldar hún reglulega en hér eldar Johns fyrir sína heittelskuðu og það er vel þessi virði að horfa á. Útkoman er stórgóð eins og við var að búast og við höldum bara áfram að dást að þeim úr fjalægt og njóta alls þess skemmtilega sem þau láta sér detta í hug... endalaust.

John Legend ásamt eiginkonu sinni Chrissy Teigen.
John Legend ásamt eiginkonu sinni Chrissy Teigen. AFP
mbl.is