Með doppótt eldhús í nýuppgerðu hjólhýsi

Ellie Sharkey og Charlotte Tasker keyptu hjólhýsi fyrir lítinn pening …
Ellie Sharkey og Charlotte Tasker keyptu hjólhýsi fyrir lítinn pening og gerðu það upp. mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM

Par nokkurt keypti hjólhýsi fyrir lítinn pening og breytti því á ótrúlegan hátt á einungis einni viku. Eldhúsið í hýsinu, sem áður var gamalt og lúið, er nú bleikt og doppótt.

Eftir að ferð til Kanada var frestað sökum kórónuveirunnar ákváðu Ellie Sharkey og Charlotte Tasker að eyða peningunum í gamalt hjólhýsi og gera það upp. Þær keyptu hjólhýsið á rúmar 140 þúsund krónur en því fylgdu einnig kanó og samanbrjótanlegt hjól. Síðan eyddu þær um 90 þúsund krónum í að breyta gömlu hýsi í bleikan draum. Er stefnan sett á tveggja vikna ferð um norðurströnd Skotlands.

Parið segir að þetta hafi verið mjög snögg ákvörðun sem þær sjái alls ekki eftir. Það fór um vika í að gera hjólhýsið upp, þar sem þær máluðu allt innan sem utan, settu doppur víðsvegar á veggi, keyptu ný ljós, bólstruðu sætin og skiptu teppi út fyrir parket á gólfinu.

Stelpurnar hafa ákveðið að sýna frá ferðalagi sínu á Instagram og það má fylgjast með þeim HÉR.

Svona leit hjólhýsið út að innan fyrir breytingar.
Svona leit hjólhýsið út að innan fyrir breytingar. mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM
Eldhúsið var sannarlega barn síns tíma.
Eldhúsið var sannarlega barn síns tíma. mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM
Geggjuð breyting á eldhúsinu með málningu og doppum einum saman.
Geggjuð breyting á eldhúsinu með málningu og doppum einum saman. mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM
Borðkrókurinn er einnig með breyttu útliti.
Borðkrókurinn er einnig með breyttu útliti. mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM
mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM
Í dag lítur hýsið svona út að utan - myntugrænt, …
Í dag lítur hýsið svona út að utan - myntugrænt, bleikt og doppótt. mbl.is/Ellie Sharkey / SWNS.COM
mbl.is