Elhúsráð sem gott er að kunna

Það er til einfalt ráð ef þig vantar bökunarpensil á …
Það er til einfalt ráð ef þig vantar bökunarpensil á heimilið. mbl.is/colourbox

Er bökunarpensillinn týndur – eða áttu bara alls ekki einn slíkan í skúffunni? Engar áhyggjur, því hér er ráð við þeim vanda. Skothelt ráð fyrir þá sem eru í útilegu eða sumarhýsi og bökunarpensilinn vantar.

Þú hefur væntanlega prófað að pensla bollurnar með skeið eða gaffli, eða jafnvel fingrunum! Eitt er víst að það gengur misvel að pensla hverskyns mat án þess að vera með bökunarpensil við höndina. Taktu eldhúsrúllu og vefðu smáveigis af pappírnum utan um gaffal. Dýfðu svo gafflinum í smjör, egg eða olíu – allt eftir því hvað þú ert að fara pensla.

Þetta einfalda ráð er eitthvað sem við getum alltaf klórað okkur fram úr, því gaffall og eldhúspappír er til á hverju heimili.  

mbl.is/colourbox
mbl.is