Nýjar eldhúsgræjur fyrir aðdáendur Marvel

Nýjar eldhúsgræjur fyrir sanna Marvel aðdáendur.
Nýjar eldhúsgræjur fyrir sanna Marvel aðdáendur. mbl.is/MARVEL/BOXLUNCH

Þeir sem hafa fengið nóg af stál pottum og pönnum og vilja krydda eldhúsið með litum og lífi – þá eru þetta kannski græjurnar sem gætu hjálpað til með það. Hér eru eldhúsgræjur fyrir ofurhetjur eldhússins! Marvel aðdáendur mega í það minnsta ekki láta þetta framhjá sér fara.

Þessi splúnkunýja vörulína frá Marvel inniheldur hvorki meira né minna en 43 hluti í eldhúsið. Hér eru allar ofurhetjurnar á einum stað – en við erum öll einskonar ofurhetjur í eldhúsinu ef svo mætti segja. Og fyrir þá sem ekki vita, þá er Marvel með matreiðsluþætti á YouTube sem kallast Eat the Universe, undir handleiðslu stjörnukokksins Justin Warner.

Vörulínan samanstendur af Iron man vöfflujárni, viskastykkjum, ofnhönskum og samlokugrilli svo eitthvað sé nefnt. En vörurnar má nálgast HÉR.

mbl.is