Svona steikir þú besta beikon í heimi

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Þetta er stór og mikil fyrirsögn enda mikið sem við erum búin að spá í beikon undanfarin ár og velta fyrir okkur hvernig best sé að steikja það.

Og það er komin niðurstaða!

Svo virðist sem það sé samdóma álit sérfræðinga um heim allan að best sé að baka beikon í ofni. Á fremur háum hita, á smjörpappír og grind. Þetta tryggi jafna og góða eldun, lágmarkssóðaskap og það er nánast hægt að tryggja að útkoman verður góð.

Besta bei­kon í heimi

  • 12 sneiðar af þykku bei­koni

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190 gráður.
  2. Leggið beikonsneiðarn­ar á smjörpapp­ír eða ofn­grind með álp­app­ír. Látið sneiðarn­ar ekki snert­ast. 
  3. Ristið/​bakið í 12-15 mín­út­ur.
  4. Takið úr ofninum og leggið beikonið á eldhúspappír til að fjarlægja umframfitu.
mbl.is