Sögulegar nýjungar frá H&M Home

Nýjungar frá H&M Home, þar sem 200 ára gamalt munstur …
Nýjungar frá H&M Home, þar sem 200 ára gamalt munstur skreytir vörurnar. Mbl.is/© H&M Home

Nýjustu fréttir frá tískurisanum H&M Home voru að berast, en þeir eru nú í samstarfi við breska listasafnið – British Museum.

Nýja vörulínan samanstendur af umfangsmiklu prentverki þar sem bótanísk blóm spila aðalhlutverkið á svörtum bakgrunni. Eins rómantískt og hugsast getur. En vörulínan er til heiðurs listakonunnar Mary Delany sem var uppi á 18. öld.

Delany klippti út vandlega og nákvæmlega yfir þúsund blómamynstur í pappír sem þykir enn í dag vekja mikla hrifningu. En pappírsmyndir Delany eru ein mest heimsótta deildin á breska safninu. Verk hennar einkennast af ljóðlist og dulúð sem sést í viðkvæmni blómanna á dökkum og ríkjandi bakgrunni.

Mary Delany var uppi á 18. öld og klippti út …
Mary Delany var uppi á 18. öld og klippti út blómamyndir í pappír sem nú prýða húsbúnað. Mbl.is/© H&M Home
Mbl.is/© H&M Home
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert