Eina bökunarformið sem þú þarft að eiga

Bökunarform sem virkar eins og Lego-kubbar. Þú´raðar því saman í …
Bökunarform sem virkar eins og Lego-kubbar. Þú´raðar því saman í það form og stærð sem þú vilt. mbl.is/Amazon

Við kærum okkur ekki um að eyða öllu skápaplássinu undir bökunarform, þar sem mörg þeirra drögum við kannski fram einu sinni á ári – eða sjaldnar. Og þá er þetta eina bökunarformið sem þú þarft að eiga.

Öll þessi bökunarform í mismunandi stærðum og gerðum, sem fljóta um eldhússkápana og taka allt of mikið pláss – kannastu við þetta? En við rákumst á bökunarform sem er eins og Lego kubba draumur bakarans – því þú raðar því saman eftir því hvaða stærð og lögun af köku þú vilt baka.

Kökuformið þolir allt að 250 gráðu hita og er 100% lekaþétt, svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af baksturshamförum þar sem kakan mun bakast í hið fullkomna form eins og þú óskar þér. En með forminu getur þú auðveldlega bakað hjarta, fiðrildi, regndropa, þverslaufu, snjókarl og margt margt fleira.

Þeir sem hugsa stórt, geta keypt auka sett með fjórum hliðum og bakað fyrir stærri viðburði. Fyrir þá sem vilja festa kaup á bökunarmótinu, þá er hægt að nálgast það HÉR.

Eina bökunarmótið sem þú þarft að eiga - og getur …
Eina bökunarmótið sem þú þarft að eiga - og getur mótað í hvaða form sem er. mbl.is/Amazon
mbl.is/Amazon
mbl.is/Amazon
mbl.is