Jólagjöf fyrir bjórbelgi

Bjór í svefnpoka er alls ekki svo galin hugmynd. Eða …
Bjór í svefnpoka er alls ekki svo galin hugmynd. Eða hvað? Mbl.is/uncommongoods.com

Það eru eflaust einhverjir útsjónarsamir einstaklingar farnir að huga að jólagjöfunum, en hér er snilldarhugmynd til að gefa þeim sem elska góðan öl.

Við erum að tala um svefnpoka í smækkaðri útgáfu þar sem bjórinn helst kaldur – og mjúkur svefnpokinn sér til þess að flaskan verði ekki fyrir hnjaski.

Svefnpokinn er gerður úr mjúku nælonefni að utan og fóðraður með málmefni að innan sem hjálpar drykknum að haldast köldum. Mesta snilldin er þó sú að auðvelt er að taka bjórinn með í ferðalög – því á svefnpokanum er lítil krækja til að festa í töskur eða bakpoka. Þar fyrir utan er lítið hak til að opna flöskuna. Hér er sannarlega hugsað fyrir öllu! 

Fyrir áhugasama, þá má kaupa vöruna HÉR. Á vefsíðunni má einnig finna björgunarvesti, veiðivesti og dúnjakka fyrir dósabjór.

Það er einnig hægt að fá smartan dúnjakka á dósabjór.
Það er einnig hægt að fá smartan dúnjakka á dósabjór. Mbl.is/uncommongoods.com
Björgunarvesti í tveimur líflegum litum.
Björgunarvesti í tveimur líflegum litum. Mbl.is/uncommongoods.com
Veiðivesti gæti verið flott gjöf fyrir veiðimanninn.
Veiðivesti gæti verið flott gjöf fyrir veiðimanninn. Mbl.is/uncommongoods.com
mbl.is