Vínfyrirtæki sendir vini heim með pöntunum

Vínfyrirtækið Campo Viejo, sendir
Vínfyrirtækið Campo Viejo, sendir "vini" þína heim með pöntuninni þinni. Mbl.is/Campo Viejo

Hvað gera menn og konur þegar samkomubann er í gildi og fólk má ekki hittast til að gleðjast í góðra manna hópi – jú, þeir hugsa í lausnum.

Þetta ár hefur ekki markast af stórveislum og það er ekkert að fara breytast í smá tíma enn. Spænska vínfyrirtækið Campo Viejo hefur komið með frekar áhugaverða lausn við einmannaleikanum. Því þeir bjóða upp á útklippta pappa-vini í raunstærð, með hverri pöntun. Eina sem þú þarft að gera er að hlaða inn mynd af þeim sem þú myndir vilja eyða kvöldinu með og þau prenta út ástvininn þinn í fullri stærð og senda með vínpöntuninni þinni – og þannig mun enginn verða einmanna um jólin. Þeir sem vilja skoða nánar geta kíkt á síðuna þeirra HÉR.

Vinkonuhittingur hjá þessum tveim.
Vinkonuhittingur hjá þessum tveim. Mbl.is/Campo Viejo
Algjör snilldar hugmynd til að létta lundina.
Algjör snilldar hugmynd til að létta lundina. Mbl.is/Campo Viejo
mbl.is