Svona skipuleggur Sólrún Diego ísskápinn sinn

Sólrún Diego er flinkari en flestir að skipuleggja.
Sólrún Diego er flinkari en flestir að skipuleggja.

Skipulagssérfræðingurinn og áhrifagyðjan Sólrún Diego gaf á dögunum úr bókina Skipulag, sem mætti kalla sjálfshjálparbók fyrir glundroðakennd grey eða gagnlegustu bók síðari ára.

Bókin tekur á flestu því sem við þurfum að kunna til að vera ekki í algjöru rugli með flest. Sólrún er skemmtilega skipulögð og lumar á góðum ráðum, eins og hvernig á að skipuleggja ísskápinn en hér eru fimm atriði sem Sólrún fer eftir:

  1. Raðaðu matnum alltaf eins í ísskápinn. Þannig áttarðu þig betur á því hvað er til hverju sinni og maturinn skemmist síður.
  2. Settu álegg í box áður en það fer inn í ísskáp. Við það sparast pláss og ísskápurinn verður snyrtilegri.
  3. Geymdu afganga í gegnsæju íláti svo þú sjáir hvað er í því. Á stærri heimilum er óvitlaust að merkja ílátið með dagsetningu.
  4. Geymdu opna dós af matarsóda í ísskápnum til að eyða vondri lykt. Skiptu um dós á þriggja mánaða fresti eða þegar ísskápurinn er þrifinn. Skrifaðu dagsetningu á dósina svo þú vitir hvenær er tímabært að skipta henni út.
  5. Taktu ísskápinn í gegn á einnar til tveggja vikna fresti. Byrjaðu á að tæma ísskápinn og þurrka létt innan úr honum áður en þú raðar matvælum aftur inn. Með því að fara reglulega í gegnum ísskápinn tekurðu frekar eftir því ef matvæli eru við það að skemmast og ert ólíklegri til að kaupa eitthvað sem þegar er til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert