Fáðu jólamatinn frá Duck & Rose

Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Duck & Rose er einn sá allra vinsælasti á landinu og nú ætlar þessi rómaði veitingastaður að bjóða upp á jóla- og áramótapakka sem tekur innan við 15 mínútur að hita/steikja og bera fram.

„Hægt er að velja á milli stakra rétta eða þriggja rétta jólaveislu, sem felur í sér forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á vegan útfærslu, bæði þriggja rétta jólaveisluna og staka rétti. Það sem hefur verið hvað vinsælast er jólabakkinn okkar en hann hefur slegið í gegn og hentar frábærlega fyrir tvo til að deila sem forrétt. Svo er það andar-wellingtonið og hnetu-wellingtonið sem er einkar hátíðlegt og viðeigandi fyrir svona tilefni. Réttirnir koma annaðhvort alveg tilbúnir eða þannig að aðeins þurfi að hita þá eða steikja, sem tekur innan við 15 mínútur. Svo er bara að raða á diskinn og njóta. Það koma einfaldar og skýrar leiðbeiningar með réttunum, svo hver sem er ætti að geta framreitt þá á árangursríkan hátt,“ segja forsvarsmenn Duck & Rose og ítreka að það sé engin lágmarksupphæð sem þarf að panta fyrir eða fjöldi á pöntunum. Um er að ræða þjónustu sem er fremur ný af nálinni hér á landi en töluverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi veitingastaða og neysluvenjum landsmanna til samræmis við sóttvarnareglur.

Að boðið sé upp á þennan valkost er mikil bragarbót fyrir matgæðinga sem vilja geta borðað frábæran mat á jólunum án þess að þurfa að elda sjálfir.

Hægt er að skoða matseðlinn hjá Duck & Rose HÉR.

Vinsælt hefur verið að gefa gjafabréf á veitingastaði og eru Duck & Rose þar engin undantekning en hægt er að nálgast gjafabréfin á staðnum eða panta á heimasíðunni og prenta út eintak.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is