Steiktir hvítlaukssveppir sem toppa veisluna

Ljósmyndir/María Gomez

Þessi uppskrift kemur frá Maríu Gomez sem útbjó eitt allra glæsilegasta veisluborðið fyrir hátíðarmatarblað matarvefsins sem unnið var í samstarfi við Hagkaup.

Steiktir hvítlaukssveppir

  • 150 g kastaníusveppir
  • 50 g smjör
  • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
  • salt

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á pönnu og skerið hvern svepp í 2-4 hluta eftir stærð (ekki í skífur).
  2. Merjið hvítlaukinn og geymið til hliðar.
  3. Steikið sveppina nú í smjörinu og saltið, steikið þar til þeir eru orðnir dökkir og fallega glansandi.
  4. Slökkvið undir pönnunni en haldið pönnunni á heitri hellunni, setjið nú hvítlaukinn yfir og hrærið sveppina við og leyfið að standa saman á heitri hellunni þar til hvítlaukurinn hefur ögn mýkst og soðnað saman við.

Uppskriftin kemur úr hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

María Gomez
María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert