Fjórar lykilreglur þegar frysta á mat

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Flest höfum við aðgang að frysti og nýtum hann undir eitthvað annað en bara ís. Hér eru nokkrar gullnar reglur sem ber að hafa í huga áður en matur er frystur og hvernig frystirinn virkar best.

Kældu matinn áður en hann fer inn í frysti. Annars getur hann skemmst.

Ekki sóa víni. Vínafganga áttu alltaf að frysta því þeir eru upplagðir í sósur og annað.

Ekki pakka of þétt í frystinn. Sérfræðingarnir halda því fram að loftflæði sé nauðsynlegt í frystinum til að frostið haldist jafnt.

Merktu matinn. Það getur verið algjör ógjörningur að sjá hvað er í umbúðunum og merktu líka hjá þér hvenær maturinn fór í frysti. 

Affrystu rólega. Þegar kemur að því að þíða matinn skaltu gera það rólega áður en maturinn er eldaður. Það á sérstaklega við um kjöt, fisk og tilbúna rétti. Grænmeti og ávexti má hins vegar elda beint úr frystinum. Almennt er talið best að láta mat þiðna í kæli yfir nótt. 

mbl.is