Bestu og verstu matvörurnar fyrir hundinn þinn

Gulrætur eru ríkar af A-vítamíni og hundurinn þinn elskar að …
Gulrætur eru ríkar af A-vítamíni og hundurinn þinn elskar að tyggja á gulrótarbitum. mbl.is/Shutterstock

Það eru matvörur sem eru góðar fyrir hunda en aðrar eru skaðlegar, og þá ekki bara súkkulaði sem þykir eitt það versta sem þú getur gefið hundinum þínum.

Lax er frábær fyrir hunda, því laxinn er fullur af vítamínum og prótínum. Lax inniheldur líka omega-3 sem er afar gott fyrir feldinn á hundinn þínum. Eina sem ber að passa er að laxinn sé eldaður í gegn, ekki kryddaður og kaldur. Svo ekkert sushi í hundadallinn.

Hundar geta étið epli, en þó ekki kjarnann, því fræin innhalda efnið sýaníd sem er ekki fyrir voffana okkar. Skerið eplið í minni bita og gefið hundinum hollan snakkbita.

Kjúklingur er vinsæll hjá hundum en hann þarf að vera vel steiktur og ekkert kryddaður.

Sumir hundar eru sólgnir í hafragraut – og láttu það eftir litla dekurdýrinu, því hann er hollur og góður. Sjáðu bara til þess að grauturinn hafi kólnað.

Ef hundurinn þinn er andfúll skaltu saxa niður steinselju og dreifa yfir matinn hans. Þá lagast andremman.

Grænar baunir, spínat og egg – allt eru þetta matvörur sem hundurinn má narta í.

Það sem þó ber að varast að gefa hundum er súkkulaði, rúsínur og vínber. Þessar matvörur hafa ekki góð áhrif á nýrun. Beikon ber líka að varast, því fitan á kjötinu þykir ekki góð fyrir hundinn þinn. Eins skaltu forðast að gefa hundum lauk, avókadó og sítrusávexti, þó að allt þetta sé hollt og gott fyrir okkur mannfólkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert