Besta leiðin til að þrífa ofnskúffurnar

Við setjum ofnskúffurnar oftast á hakann í þrifum.
Við setjum ofnskúffurnar oftast á hakann í þrifum. mbl.is/Getty

Það þarf að þrífa ofnskúffurnar reglulega, því það safnast mjög fljótt og auðveldlega óhreinindi sem festast eftir matargerðina. Hér er skotheld leið sem svínvirkar.

Þetta þarftu að nota:

  • svamp eða gamlan uppþvottabursta.
  • brúnsápu
  • plastpoka
  • 1 msk salmíakspíritus

Aðferð:

  1. Smyrðu ofnskúffuna með þykku lagi af brúnsápu og notaðu svamp eða uppþvottabursta.
  2. Settu ofnskúffuna í poka, því ef sápan þornar er virknin ekki sú sama.
  3. Ef ofnskúffan er mjög skítug er ráð að setja 1 msk af salmíakspíritus í pokann.
  4. Látið plötuna liggja í einn til tvo daga og þá helst utan dyra eða í geymslu, svo að lyktin dreifi sér ekki um allt hús.
  5. Skrúbbið ofnplötuna vandlega og skolið á eftir með hreinu vatni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert