Tiktok-quesadillan skekur heimsbyggðina

Ljósmynd/Tiktok

Það dugði ekkert annað en almennileg fyrirsögn með þessari frétt en heimurinn stendur bókstaflega á öndinni yfir þessu tiktokmyndbandi þar sem splunkuný aðferð við að búa til quesadillu er kynnt til sögunnar.

Flestir eru á því að þetta sé eitt það allra snjallasta sem sést hefur og við hér á matarvefnum, sem aðdáendur hólfaðra diska, tökum heilshugar undir það.

Hvetjum ykkur til að prófa  við erum nefnilega búin að því og þetta virkar!

mbl.is