Rós í hnappagat Iittala

Ein vinsælustu glös landsins eru án efa Essence-glösin frá Iittala sem eru í senn afar stílhrein og tímalaus. Nú hefur Essence-línan stækkað og komin borðbúnaðarlína, sem hljóta að teljast stórtíðindi fyrir safnara og fagurkera almennt.

Að sögn talsmanna fyrirtækisins er markmiðið að auka enn við úrvalið hjá Iittala. Essence sé næststærsta línan í Iittala-borðbúnaðarflokknum og með útvíkkun línunnar er unnið að áframhaldandi vexti með því að virkja safnara og laða að nýja viðskiptavini.

„Við setjum á markað einstaka nýja hluti sem þjóna fleiri en einum tilgangi. Með því að útvíkka Essence-línuna náum við utan um allar þarfir við matarborðið, hvort sem er við hversdagsleg eða hátíðleg tilefni. Jafnvægi sé skapað á milli gamalla hefða og nútímans, milli spari- og hversdagslegrar notkunar ásamt jafnvægi milli ólíkra notkunartilefna.

Áreynslulaus glæsileiki er yfirskrift línunnar sem samanstendur af einstökum munum sem eru hannaðir til að þjóna fleiri en einum tilgangi og má nota eins og hverjum og einum þóknast.

Í Essence-línunni bætast við nokkrir keramikhlutir eins og stór diskur, djúpur diskur, sporöskjulaga diskur og lítil krukka. Keramikmununum fylgja þrír glermunir: miðlungsstór og lítil skál og miðstærðardiskur. Hlið við hlið mynda hlutirnir gott jafnvægi og þjóna fjölbreyttum þörfum.

Þessir sjö nýju borðbúnaðarmunir ásamt glerlínunni sem fyrir er munu sjá til þess að Essence haldi áfram að heilla fólk.

Alfredo Häberli

Alfredo Häberli fæddist árið 1964 í Buenos Aires í Argentínu. Hann nam iðnhönnun í Sviss og í dag er hann þekktur alþjóðlegur hönnuður með aðsetur í Zürich. Með hönnun sinni sameinar Häberli, með góðum árangri, hefð og endurnýjun. Það er mikil gleði og orka í allri hönnun hans.

Mannveran er upphafspunktur hönnunar Häberlis. Allir hlutir og mannvirki eru hönnuð til notkunar. Hann er fordómalaus og uppfinningasamur í athugun sinni á raunverulegum notkunaraðstæðum hluta. Með innsýn sinni hannar hann breytingar á erkitýpum hluta sem hafa þróast í gegnum tíðina og láta hversdagslega hluti í kringum fólk hæfa þeim tíma og aðstæðum sem þeir eru notaðir í.

Häberli hannaði Origo-borðbúnaðarlínuna fyrir Iittala ásamt Essence og Senta-glasalínunum. Häberli hefur unnið með fleiri stórum aðilum á sviði alþjóðlegrar hönnunar, s.s. Georg Jensen og Vitra. Samhliða vöruhönnun starfar hann einnig við sýningarhönnun og rýmisskipulag. Häberli hefur hlotið nokkur verðlaun fyrir hönnun sína.

Verk Alfredos Häberlis tjá félagslegan persónuleika hans. Hann vill gjarnan vísa til bernsku sinnar, fjölskyldu og vina. Kannski er það einmitt hlýlegur áhugi hans á fólki sem gerir hönnun hans djarfa en á sama tíma svo náttúrulega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »